fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Innrás Rússa batt löndin tvö saman – Nú eru komnir brestir í samskiptin

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. ágúst 2023 08:00

Pólskir lögreglumenn aðstoða úkraínska flóttamenn við komuna til Póllands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu vikum hafa ákveðnir brestir komið í samband Póllands og Úkraínu en löndin hafa staðið þétt saman síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Löndin hafa verið nánir bandamenn árum saman en nýlega kölluðu bæði löndin sendiherra hins á fund í utanríkisráðuneytinu til að ræða „óásættanlegar athugasemdir“.

Pólverjar hafa ekki legið á liði sínu við að hjálpa nágrönnum sínum í Úkraínu síðan Rússar réðust á þá. En nú hafa Pólverjar dregið strik í sandinn og sagt hingað og ekki lengra.

Pawel Jablonski, utanríkisráðherra, sagði í samtali við útvarpsstöðina RMF FM að samband landanna sé ekki upp á hið besta þessa dagana eftir nokkur slæm ummæli.

„Við sýnum þeim skilning því landið er í stríði en það á heldur ekki að koma fram við bandamenn sína á þennan hátt,“ sagði hann og lagði áherslu á að það séu mörg mál sem löndin hafa ekki náð saman um. „Við styðjum Úkraínu eins mikið og það þjónar pólskum hagsmunum. Þannig hefur það alltaf verið og þannig mun það alltaf vera,“ sagði hann einnig.

Rót deilnanna er aðallega vegna banns Pólverja við innflutningi á úkraínsku korni. Ódýrt úkraínskt korn hefur yfirfyllt evrópska markaði eftir að Rússar framlengdu ekki samning um útflutning á úkraínsku korni. Af þeim sökum hafa Pólverjar sett á tímabundið innflutningsbann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“