fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Innrás Rússa batt löndin tvö saman – Nú eru komnir brestir í samskiptin

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. ágúst 2023 08:00

Pólskir lögreglumenn aðstoða úkraínska flóttamenn við komuna til Póllands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu vikum hafa ákveðnir brestir komið í samband Póllands og Úkraínu en löndin hafa staðið þétt saman síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Löndin hafa verið nánir bandamenn árum saman en nýlega kölluðu bæði löndin sendiherra hins á fund í utanríkisráðuneytinu til að ræða „óásættanlegar athugasemdir“.

Pólverjar hafa ekki legið á liði sínu við að hjálpa nágrönnum sínum í Úkraínu síðan Rússar réðust á þá. En nú hafa Pólverjar dregið strik í sandinn og sagt hingað og ekki lengra.

Pawel Jablonski, utanríkisráðherra, sagði í samtali við útvarpsstöðina RMF FM að samband landanna sé ekki upp á hið besta þessa dagana eftir nokkur slæm ummæli.

„Við sýnum þeim skilning því landið er í stríði en það á heldur ekki að koma fram við bandamenn sína á þennan hátt,“ sagði hann og lagði áherslu á að það séu mörg mál sem löndin hafa ekki náð saman um. „Við styðjum Úkraínu eins mikið og það þjónar pólskum hagsmunum. Þannig hefur það alltaf verið og þannig mun það alltaf vera,“ sagði hann einnig.

Rót deilnanna er aðallega vegna banns Pólverja við innflutningi á úkraínsku korni. Ódýrt úkraínskt korn hefur yfirfyllt evrópska markaði eftir að Rússar framlengdu ekki samning um útflutning á úkraínsku korni. Af þeim sökum hafa Pólverjar sett á tímabundið innflutningsbann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Í gær

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár
Fréttir
Í gær

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands
Fréttir
Í gær

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“
Fréttir
Í gær

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Í gær

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“