fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Bayern til í að bæta eigið met til að landa Kane

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 31. júlí 2023 12:30

Harry Kane / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bayern Munchen er til í að brjóta félagsmet í kaupum á einum leikmanni til að fá Harry Kane í sumar. Sky Sports segir frá.

Fulltrúar Bayern flugu til London í morgun í viðræður við Daniel Levy og félaga í Tottenham.

Levy er harður í horn að taka og hefur hingað til sagt að Kane sé ekki til sölu, allavega ekki fyrir minna en 100 milljónir punda.

Framherjinn á þó aðeins ár eftir af samningi sínum við Tottenham og félagið því ekki í mjög sterkri samningsstöðu.

Kane ætlar ekki að framlengja samning sinn og verður Tottenham því helst að selja hann í sumar.

Bayern er líklegasti áfangastaðurinn og er félagið nú sagt tilbúið að borga meira en þær 80 milljónir evra sem félagið borgaði Atletico Madrid fyrir Lucas Hernandez 2019.

Kane hefur einnig verið orðaður við Manchester United undanfarna vikur og mánuði en það virðist ekkert ætla að verða af því. United er að fá Rasmus Hojlund. Þá hefur Paris Saint-Germain verið nefnt til sögunnar einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea fær 25 milljónir punda fyrir markvörð

Chelsea fær 25 milljónir punda fyrir markvörð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk slæmar fréttir eftir að hafa sigrast á krabbameini í annað sinn

Fékk slæmar fréttir eftir að hafa sigrast á krabbameini í annað sinn
433Sport
Í gær

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans
433Sport
Í gær

Elanga staðfestur hjá Newcastle

Elanga staðfestur hjá Newcastle
433Sport
Í gær

Nýtur þess ekki að horfa á fótbolta í dag – ,,Svo leiðinlegt“

Nýtur þess ekki að horfa á fótbolta í dag – ,,Svo leiðinlegt“
433Sport
Í gær

Virðist vera staðráðinn í að vera áfram og hafnar öðru tilboði

Virðist vera staðráðinn í að vera áfram og hafnar öðru tilboði
433Sport
Í gær

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó