fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Óttast dulbúna Wagnerliða – „Verður sífellt hættulegra“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 31. júlí 2023 06:55

Nokkrir liðsmenn Wagnerhópsins. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólverjar hafa miklar áhyggjur af veru Wagnerliða í Belarús, sem á landamæri að Póllandi, og segir Mateusz Morawiecky, forsætisráðherra, að mörg hundruð Wagnerliðar hafi fært sig nærri bænum Grodno en hann er nærri pólsku landamærunum.

„Ástandið verður sífellt hættulegra,“ sagði Morawiecky á fréttamannafundi í vesturhluta Póllands. Hann sagði að Wagnerliðar muni mjög líklega dulbúast sem belarúskir landamæraverðir og hjálpa ólöglegu förufólki að komast inn í Pólland og þannig raska jafnvæginu í Póllandi.

Hann sagði að þetta geti jafnvel endað með að Wagnerliðar dulbúist sem förufólk. „Þeir munu mjög líklega reyna að komast til Póllands með því að þykjast vera förufólk og það eykur enn á hættuna,“ sagði hann.

Pólverjar hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum af straumi Wagnerliða til Belarús en þeir hafa hópast þangað eftir misheppnaða valdaránstilraun leiðtoga þeirra, Yevgeny Prigozhin, í júní.

Pólverjar hafa brugðist við þessum liðsafnaði Wagner í Belarús með því að flytja að minnsta kosti 1.000 hermenn að landamærunum við Belarús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
Fréttir
Í gær

Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið

Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið
Fréttir
Í gær

Egill furðaði sig á notkun orðskrípisins „kjarnorkuákvæði“ – Áttaði sig svo á því að hann var sennilega sá fyrsti sem kom því á flug

Egill furðaði sig á notkun orðskrípisins „kjarnorkuákvæði“ – Áttaði sig svo á því að hann var sennilega sá fyrsti sem kom því á flug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni