Guðmundur Baldvin Nökkvason, leikmaður Stjörnunnar, er samkvæmt heimildum 433.is á leið í sænska boltann.
Guðmundur er aðeins 19 ára gamall en hefur þrátt fyrir það verið mikilvægur hlekkur í liði Stjörnunnar í sumar.
Nú er kappinn á leið til Mjallby í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið situr í áttunda sæti þar.
Guðmundur er annar leikmaður Stjörnunnar sem fer til Svíþjóðar á skömmum tíma. Á dögunum fór Ísak Andri Sigurgeirsson til Norrköping.
Stjarnan hefur verið á góðu skriði í Bestu deildinni undanfarið, unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum og situr í fimmta sæti deildarinnar.