fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Rússar sagðir hafa gefið upp vonina um að geta unnið hernaðarlegan sigur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. júlí 2023 09:00

Pútín er ekki í uppáhaldi hjá öllum samlöndum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa að mestu gefið upp vonina um að geta unnið hernaðarlegan sigur í stríðinu í Úkraínu. Þeir hafa því dregið sig út úr samstarfinu um kornútflutning og gera nú harðar árásir á skotmörk sem teljast ekki mikilvæg hernaðarlega. Með þessu reyna þeir að hæfa skotmörk sem þrýsta á annan hátt á Úkraínu og alþjóðasamfélagið.

Þetta sagði Christopher Steele, fyrrum liðsmaður bresku leyniþjónustunnar, í samtali við Sky News. „Það sem við sjáum, er í raun árás á frjáls viðskipti. Pútín hefur að markmiði að ráðast á heimsmarkaðinn og hvernig hann virkar. Rússar hafa að mestu gefið upp vonina um að geta sigrað á hernaðarlega sviðinu í hefðbundnum skilningi þess hugtaks,“ sagði hann.

Rússar hafa hert árásir sína á hafnarborgina Odesa og nærliggjandi hafnarborgir/bæi í suðurhluta Úkraínu. Skotmörkin hafa meðal annars verið kornsíló og innviðir á hafnarsvæðunum. Breska varnarmálaráðuneytið segir að það hafi einkennt þessar árásir að þær hafi verið gerðar á grunni lélegra upplýsinga og lítillar getu til að hæfa skotmörkin.

Eins og kom fram í umfjöllun DV fyrr í vikunni þá skutu Rússar hugsanlega sjálfa sig í fótinn með því að draga sig út úr kornsamningnum.

Segir að Rússar hafi hugsanlega skotið sjálfa sig í fótinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Óttar stígur loks fram – Segist hafa verið leiddur í gildru

Jón Óttar stígur loks fram – Segist hafa verið leiddur í gildru
Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir óánægju með auglýsingar SFS vera væl og þær hafi þvert á móti opnað augu almennings

Segir óánægju með auglýsingar SFS vera væl og þær hafi þvert á móti opnað augu almennings
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu kom snákum fyrir kattarnef

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu kom snákum fyrir kattarnef