fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Handtaka Girkin gæti verið merki um nýja línu Kremlverja

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. júlí 2023 08:00

Igor Girkin. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var Igor Girkin handtekinn í Moskvu. Hann er kærður fyrir „öfgahyggju“. Girkin er dæmdur stríðsglæpamaður, KGB-maður og fyrrum herforingi í Donetsk þar sem hann studdi aðskilnaðarsinna í baráttunni við úkraínska herinn.

Girkin var fundinn sekur af hollenskum dómstól um að hafa staðið á bak við árásina á flug MH17 árið 2014. Vélin, sem var frá Malaysia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu með rússnesku flugskeyti. Þar voru aðskilnaðarsinnar að verki. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir aðild að málinu. Rússar hafa ekki viljað framselja hann.

En nú virðist stefna í að hann endi í fangelsi en ekki í Hollandi, heldur í Rússlandi. Þetta markar ákveðin tímamót því hann var ósnertanlegur þar til síðasta föstudag.

Það getur varðað allt að 20 ára fangelsi í Rússlandi ef fólk er fundið sekt um „öfgahyggju“. Hafa margir af andstæðingum Vladímír Pútíns einmitt fengið að kenna á þessu ákæruatriði á síðustu árum. Til dæmis hefur þessu ákvæði verið beitt gegn Aleksei Navalny, einum þekktasta andstæðingi Pútíns.

Allt frá innrás Rússa í Úkraínu hefur Girkin verið iðinn við að tjá sig um gang stríðsins á Telegram en hann er talinn meðal harðlínumanna. Hann hefur tekið harða afstöðu gegn óvinum Rússland og hefur skipað sér í hóp áhrifamestu herbloggaranna í Rússlandi.

Á síðustu mánuðum hefur gagnrýni hans í garð Pútíns og sérstaklega yfirstjórnar rússneska hersins orðið sífellt harðari.

Daginn eftir uppreisn Yevgeny Prigozhin og Wagnerhópsins í júní gaf Girkin í skyn að uppreisnin hefði sýnt fram á ráðaleysi Pútíns og að hugsanlega „þyrfti að framselja völdin“. En dropinn, sem fyllti mælinn, kom væntanlega á þriðjudag í síðustu viku þegar Girkin sagði Pútín vera „tapara“ og „misheppnaðan róna“ í færslu á Telegram.

Rússneska dagblaðið RBC segir að handtaka Girkin geti tengst beiðni frá Wagnerhópnum en Girkin er enginn aðdáandi Prigozhin og hefur oft gagnrýnt hann.

Tatiana Stanovaya, sérfræðingur hjá hugveitunni Carnegie Moscow Center, skrifaði á Twitter að handtakan væri „bein afleiðing af uppreisn Prigozhin“ í lok júní. Hún gaf í skyn að handtakan geti bent til að hreinsun sé hafin í röðum rússneskra þjóðernissinna sem hafi fram að þessu fengið að gagnrýna stríðsreksturinn nánast óátalið á sama tíma og frjálslyndir og andstæðingar stríðsins hafa verið fangelsaðir í hrönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“