Þúsundir manna hafa þurft að flýja heimili sín á grísku sumarleyfisparadísinni Ródos vegna mikilla gróðurelda sem þar hafa logað í tæpa viku. Um er að ræða þá stærstu slíku elda sem hafa geisað á eyjunni í manna minnum og hafa slökkviliðsmenn átt fullt í fangi með að berast við eldinn en á sama tíma gengur mikil hitabylgja yfir þessar slóðir.
Þá hafa nokkur hótel orðið eldinum að bráð og ferðamenn sem og íbúar þurft að leita sér skjóls í neyðarskýlum þar sem ástandið er ekki gott. Hafa ferðamenn lýst upplifun sinni sem „helvíti á jörðu“.
Hingað til hefur verið talið að eldurinn hafi kviknað af náttúrulegum orsökum en Mirror greinir frá að talsmaður slökkviliðs Ródos, Vassilis Vathrakogiannis, hafi greint blaðamönnum frá því að yfirvöld hafi nú grun um að íkveikja hafi komið eldunum af stað.
Vathrakogiannis vildi þó ekki fullyrða hvort að um glæpsamlegt viljaverk hafi verið að ræða eða þá hvort að um hafi verið að ræða óhapp. Hins vegar sagði hann að lögregla væri að yfirheyra grunaða í málinu og von væri á niðurstöðum innan tíðar.
Firefighting efforts continue on mountain village in #Rhodes on Sunday.
There are some indications of arson, the Fire Service spokesman said on Greek TV referring to the wildfires on the island of Rhodes.
🎥 UGC pic.twitter.com/NGo9PoG2vx
— Daphne Tolis (@daphnetoli) July 23, 2023