fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Rússar sagðir fylla gamla skriðdreka af sprengiefni og senda gegn Úkraínumönnum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 06:55

Svona lítur T-62 skriðdreki út. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan í júní hafa margar fréttir borist af því að rússneskar hersveitir séu byrjaðar að fylla gamla og úrelta skriðdreka og önnur brynvarin ökutæki af sprengiefni. Ökutækin eru síðan gangsett og ekið af stað í átt að ákveðnum stöðum. Síðan yfirgefa rússnesku hermennirnir þau.

Breska varnarmálaráðuneytið skýrði frá þessu nýlega í daglegri stöðuuppfærslu sinni um gang stríðsins.

Fram kemur að flest tilfellin, sem hefur verið tilkynnt um, hafi átt sér stað nærri Donetsk. Er þetta sagt hafa byrjað nokkrum dögum eftir að téténskar hersveitir komu þangað til að aðstoða rússneskar hersveitir.

Ráðuneytið segir að líklega séu téténskar hersveitir frumkvöðlar í beitingu þessarar aðferðar. Svipuðum aðferðum var beitt í janúar af téténskum hermönnum sem eru andsnúnir Rússum og berjast með Úkraínumönnum.

Téténskir hermenn eru þekktir fyrir að beita þessari aðferð en hún kom fram á sjónarsviðið á tíunda áratugnum þegar henni var beitt í stríðum í Téténíu.

Flest þessara mjög svo sprengifimu ökutækja springa áður en þau komast í mark. Annað hvort lenda þau á jarðsprengjum eða þá að Úkraínumenn skjóta á þau.

Varnarmálaráðuneytið segir að talið sé að þessar öflugu sprengingar hafi sálræn áhrif á úkraínsku hermennina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast