fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Pútín verður sífellt einangraðri – Þetta eru nánustu vinir hans

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. júlí 2023 04:07

Endar Vladimír Pútín dinglandi í ljósastaur? Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður átti Vladímír Pútín marga vini, bæði innanlands og utan. En vinahópurinn hefur snarminnkað eftir innrásina í Úkraínu og heldur enn áfram að minnka.

En hann á enn nokkra góða vini sem standa honum nærri, aðallega af því að þeir njóta góðs af því að vera undir verndarvæng hans.

B.T. ræddi nýlega við Mark Galeotti, sem er breskur sérfræðingur í málefnum Rússlands, um vinahóp Pútíns. Hann sagði að áður hafi Pútín haft fólk í kringum sig sem var honum ekki alltaf sammála en nú sé það horfið á braut. Ástæðan fyrir því er að hans sögn ekki síst hvernig Pútín er sjálfur og hvernig hann hegðar sér.

„Það voru margir innan kerfisins sem vissu að það væri slæm hugmynd að ráðast inn í Úkraínu en maður færir Pútín ekki slæmar fréttir,“ sagði Galeotti.

Hann sagði að meðal hinna fáu vina sem Pútín á enn séu til dæmis Nikolai Patruchev. Hann er 71 árs og er ráðherra öryggismála. Honum er stundum lýst sem hauki haukanna í Kreml. Þeir hafa þekkst árum saman. Áður en Patruchev tók við sem ráðherra öryggismála árið 2008 var hann yfirmaður leyniþjónustunnar FSB en því embætti tók hann við af PútínPatruchev ræður miklu um hvaða upplýsingar Pútín fær um rússnesk öryggismál. Eini yfirmaður hans er Pútín og því er hann mjög valdamikill.

Annar vinur Pútíns er Juri Kovaltchuck, betur þekktur sem bankastjóri Pútíns. Eignir hans nema um 2,6 milljörðum dollara að mati Forbes. Hann getur þakkað Pútín fyrir auðæfin en í skjóli Pútíns hefur hann getað sópað að sér auð, eins og raunar fleiri vinir Pútíns. Þeir hafa þekkst áratugum saman. Kovalchuck er sagður vera einn af helstu hvatamönnum innrásarinnar í Úkraínu. Hann á sér sama draum og Pútín um að gera Rússland að stórveldi á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast