fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Svaf hjá yfir 600 konum fyrir 25 ára aldurinn: Einn sá umdeildasti í sögunni – Vildi ekki vera í félagsskap samkynhneigðra

433
Sunnudaginn 19. janúar 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum knattspyrnumaðurinn og glaumgosinn Antonio Cassano er 42 ára gamall í dag en um er að ræða fyrrum vandræðagemsa sem flestir kannast við. árs afmæli sínu í dag.

Cassano ólst upp hjá Bari en fór til Roma 2001. Þrátt fyrir skrautlegan lífsstíl utan vallar var hann frábær utan hans og fékk skipti til Real Madrid árið 2006.

Þegar Cassano var aðeins 25 ára gamall segist hann hafa verið búinn að sofa hjá 600-700 konum, þar af 20 frægum.

„Í Madríd átti ég vin sem þjónaði á hóteli. Hans starf var að koma með bakkelsi fyrir mig eftir að ég stundaði kynlíf. Hann kom með bakkelsið til mín og fylgdi dömunni svo út. Þetta voru skipti. Kynlíf og matur, fullkomið kvöld,“ skrifaði Cassano í bók sína.

Lífið var ekki bara dans á rósum hjá Cassano hjá Roma. Hann lenti uppi á kant við bæði Fabio Capello og Luciano Spalletti, knattspyrnustjóra.

Í Madríd var hann svo sektaður fyrir að þyngjast, en eins og áður hefur komið fram þótti Cassano matur góður.

Heilt yfir átti Cassano þó frábæran feril og fyrir utan Roma og Real Madrid spilaði hann einnig fyrir lið á borð við AC Milan og Inter áður en hann lagði skóna á hilluna 2017 sem leikmaður Verona.

Þá lék Cassano 39 A-landsleiki fyrir hönd Ítalíu. Skoraði hann 10 mörk í þeim.

Sem fyrr segir var hann þó oft þekktari fyrir vesen utan vallar. Á EM 2012 viðhafði hann til dæmis þau ummæli að hann vildi ekki hafa neina samkynhneigða leikmenn í ítalska landsliðshópnum.

Í dag er Cassano hins vegar fjölskyldumaður með eiginkonu og tvö börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar