fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Pútín óttast aðra uppreisn – Nú eiga lögreglumenn að vera hermenn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 08:00

Endar Vladimír Pútín dinglandi í ljósastaur? Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eiga lögreglumenn í Moskvu að læra að skjóta úr vélbyssum, kasta handsprengjum og hvernig á að berjast í stríði. Ástæðan er að Vladímír Pútín óttast aðra uppreisn vopnaðra aðila.

Þetta kemur fram í stöðufærslu bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW). Vísar hugveitan meðal annars til rússneskrar sjónvarpsstöðvar, sem er hliðholl stjórnvöldum, varðandi þessar upplýsingar.

Segir ISW að þessi þjálfun eigi að gera lögreglumennina færa um að verja Pútín og aðra háa herra sem hafa aðsetur í Kreml.

Eins og kunnugt er þá gerði Yevgeny Prigozhin skammvinna uppreisn gegn Pútín þann 23. júní. Þá neyddist Pútín til að kalla hermenn frá Téténíu til Moskvu til að verja borgina, en þó aðallega hann sjálfan því væntanlega er ekkert mikilvægara hér í heimi en hann sjálfur, að minnsta kosti að hans mati.

Það tókst að stöðva för Prigozhin og Wagnerliða hans til Moskvu en málið hefur valdið miklum óróa í Kreml og óttast margir um öryggi sitt.

En ISW segir að það gangi ekki sérstaklega vel hjá innanríkisráðuneytinu og Pútín að fá lögreglumennina til að læra að verða hermenn. Margar lögreglukonur eru sagðar hafa neitað að taka þátt í þessari þjálfun og aðrir lögreglumenn segja að þeir hafi ekki sótt um í lögreglunni til að verða hermenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Í gær

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”