fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Telja Súdan vera á barmi allsherjar borgarastyrjaldar – 22 létust í loftárás á íbúabyggð

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. júlí 2023 12:05

Súdanskir vígamenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið stríðshrjáða Súdan er á barmi „allsherjar borgarastyrjaldar“ segir í yfirlýsingu Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í kjölfar loftárásar á íbúabyggð í borginni Omdurman sem drap  að minnsta kosti 22 einstaklinga en tölur eru á reiki. Segir í yfirlýsingunni að raungerist það geti það orðið til þess að óstöðugleikinn breiðist til annarra nálgægra landa.

Súdanska herinn, undir stjórn Abdel Fattah al-Burhan, og RSF-uppreisnarherinn, sem er undir stjórn hins alræmda Mohamed Hamdan Daglo,  rændu saman völdum í Súdan árið 2021. Fljótlega fór þó að bera á deilum um hvernig ætti að  innleiða lýðræðislegt stjórnarfar í Súdan og spenna milli samherjanna fór ört vaxandi. Að morgni 15. apríl vöknuðu íbúðar höfuðborgarinnar Kartúm svo upp við sprengjur og byssuskot og síðan þá hafa átök geisað sem verða æ harðari.

Mohamed Hamdan Daglo

Talið er að þrjú þúsund manns hafi fallið í átökunum og að tæplega ein milljón manna hafi flúið heimili sín og yfir landamærin til nágrannaríkja.

Ástandið í landinu er orðið afar varhugavert, fjöldi fólks hefur ekki aðgang að mat og vatni, og innviðir riða til falls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”