Ekkert samkomulag er í höfn á milli West Ham og Arsenal vegna Declan Rice en félögin ræða hvernig skal borga kaupin.
Ljóst er að kaupverðið verður 105 milljónir punda en félögin vinna að því að leysa hnútana.
West Ham vill fá meirihlutann af greiðslunum á næstu mánuðum.
Rice hefur fengið leyfi frá West Ham til þess að ræða kaup og kjör og fara í læknisskoðun.
Ekki er búist við öðru en að félögin klári sitt en endalegt samkomulag er þó ekki í höfn.