Þýskir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort það sé ekkert sem Rúrik Gíslason getur framkvæmt eftir að það fréttist að hann væri kominn í stráka hljómsveitina Iceguys á Íslandi en hljómsveitin sendi frá sér sitt fyrsta lag, sumarsmellinn Rúllettu, fyrir viku síðan. Aðrir meðlimir eru Jón Jónsson, Friðrik Dór, Aron Can og Herra Hnetusmjör.
Rúrik fór á dögunum í spjallþáttinn GALA í Þýskalandi þar sem hann spilaði lagið, sýndi frá dansæfingu Iceguys og tók nokkur dans spor með gestgjafa þáttarins.
Sjáðu frá dansæfingu strákanna hér að neðan, en hljómsveitin er í stífum æfingum fyrir allt það sem koma skal frá hljómsveitinni síðar á árinu.
Hlustaðu á lagið hér.