fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Úthúða rússneskum hershöfðingja – „Við erum í stríði við eigin heimsku“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. júní 2023 04:15

Sukhrab Akhmedov. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín fundaði nýlega með völdum rússneskum herbloggurum og ræddi um gang stríðsins. Meðal þess sem hann sagði þá var að stríðið hafi afhjúpað „parketgólfshershöfðingja“ en einnig duglega hermenn sem hafi stigið fram úr skugganum.

Þessu hafa herbloggararnir ekki gleymt og hefur þeim orðið tíðrætt um óhæfa hershöfðingja eftir að allt að 100 rússneskir hermenn féllu í Kreminna, sem er nálægt fremstu víglínu.

Samkvæmt því sem rússneskir heimildarmenn segja þá hafði hermönnum úr einni herdeild verið safnað saman í samkomusal í síðustu viku. Þeir áttu að halda af stað í ákveðna hernaðaraðgerð en ekki fyrr en þeir hefðu hlustað á ávarp Sukhrab Akhmedov, hershöfðingja.

En klukkustund eftir klukkustund leið án þess að Akhmedov skilaði sér. En það gerðu hins vegar flugskeyti sem Úkraínumenn skutu úr Himars-flugskeytakerfi. Þetta segja rússneskir herbloggarar og eru öskureiðir yfir því að svona margir hermenn hafi verið látnir vera á einum stað. Það hafi gert Úkraínumönnum auðvelt fyrir. Þessi ákvörðun hafi kostað 100 menn lífið. Rússneski herinn hefur ekki staðfest þetta.

„Við erum í stríði við eigin heimsku og vanrækslu,“ sagði einn bloggarinn og á bloggrásinni Rybar sagði meðal annars: „Það féllu færri í margra daga bardögum í suðurhluta Donetsk en af völdum þessarar glæpsamlegu heimsku sem yfirmaður herdeildarinnar sýndi af sér“.

Þriðji bloggarinn skrifaði að skjóta eigi þann sem ber ábyrgð á þessu og skipti þá engu hvaða stöðu hann sé með innan hersins.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Akhmedov er gagnrýndur því fyrr á árinu var hann harðlega gagnrýndur fyrir árásir nærri Vuhledar. Þar voru brynvarðar herdeildir sendar hvað eftir annað gegn úkraínskum varnarlínum. Það eina sem Rússar höfðu upp úr þessu var mikið mannfall auk þess sem þeir misstu marga skriðdreka og önnur hertól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast