fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Hvað gerist ef Bandaríkin hætta stuðningi við Úkraínu?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. júní 2023 06:50

Himars-kerfið frá Bandaríkjunum í notkun í Úkraínu. Mynd:Twitter/Oleksii Reznikov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa ríkisstjórn Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og þingið veitt Úkraínu margvíslega aðstoð að verðmæti 75 milljarða dollara. Þar á meðal eru mannúðaraðstoð, bein fjárhagsaðstoð og hernaðaraðstoð.

En hvað ef Donald Trump verður kjörinn forseti Bandaríkjanna á næsta ári og hættir stuðningi við Úkraínu, hvað gerist þá?

Þessari spurningu varpaði lesandi vefs Sky News fram og var hernaðarsérfræðingurinn Sean Bell til svara.

Hann benti á að Bandaríkin séu það ríki sem hefur lagt langt mest af mörkum til Úkraínu frá upphafi stríðsins. Á eftir Bandaríkjunum koma Bretar en framlag þeirra er um 10% af því sem Bandaríkjamenn hafa veitt í aðstoð.

Í svari sínu sagði Bell að ef Bandaríkin hætta stuðningi sínum verði mjög stórt gat sem verði erfitt fyrir aðra að fylla.

Hann benti á að hins vegar sé heimur stjórnmálanna þannig að ólíklegt sé að allt í einu verði klippt á hernaðaraðstoðina. Allar þjóðir hafi ákveðin forgangsverkefni innanlands sem verði að finna flöt á um leið og stutt er við bakið á Úkraínu. Flestar þjóðir muni eiga erfitt með að halda uppi sama stuðningi við Úkraínu að eilífu.

Á móti komi að Rússar muni eiga erfitt með að halda dampi á vígvellinum og því skipti gagnsókn Úkraínumanna miklu máli.

Á pólitíska sviðinu muni Bandaríkin fagna því ef Evrópuríki taka að sér stærra leiðtogahlutverk varðandi málefni Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér