fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Hin stóra herferð Pútíns virkar ekki – „Rússar vilja ekki deyja“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. júní 2023 08:00

Herkvaðningu var mótmælt víða í Rússlandi haustið 2022. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti rússnesku þjóðarinnar styður enn stríðið gegn Úkraínu en samt sem áður virðist sem það gangi ekki vel að fá nýja menn til liðs við herinn og það getur haft alvarlegar afleiðingar.

Þetta sagði Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá Dansk Institut for Internationale Studier, í samtali við B.T.

Í Moskvu komast borgarbúar eiginlega ekki hjá því að sjá auglýsingar, þar sem fólk er hvatt til að ganga til liðs við herinn til að verja ættjörðina, því þær eru nær alls staðar. En þessi auglýsingaherferð virðist ekki hafa borið tilætlaðan árangur að sögn Moscow Times.

Bloomberg segir að það hafi verið ætlun Pútíns og samstarfsmanna hans að fá 400.000 manns til liðs við herinn á þessu ári. Í maí sagði Dmitry Medvedev, fyrrum forseti og núverandi varaformaður rússneska öryggisráðsins, að tekist hefði að fá 117.000 manns til liðs við herinn.

Splidsboel Hansen sagði það sína skoðun að Rússar eigi í erfiðleikum með að fá fólk til liðs við herinn. Ráðningarstofur hafi verið settar upp og reynt hafi verið almennt séð að leggja þrýsting á fólk um að ganga til liðs við herinn en það virðist ekki hafa virkað. „Það er einmitt þess vegna sem nú er aftur farið að ræða um hugsanlega herkvaðningu,“ sagði hann.

Hann sagði að þrátt fyrir að það gangi erfiðlega að sigra í stríðinu í Úkraínu þá sé enn mikill almennur stuðningur við stríðið meðal almennings. „En maður vill ekki fara sjálfur í stríð. En það mega aðrir gjarnan gera. Þetta snýst örugglega um að Rússa langar ekki að deyja. Þeir vita vel hvað er í gangi. Stríðið hefur varað í tæpa 16 mánuði og það segir Rússum að eitthvað er að. Að þeir hafi rekist á vegg,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Í gær

Segir Trump nánast vera kominn á „norðurkóreskt stig“

Segir Trump nánast vera kominn á „norðurkóreskt stig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“