fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Geta Úkraínumenn frelsað Donbas?

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. júní 2023 08:00

Rússneskur skriðdreki í Donbass. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geta Úkraínumenn náð Donbas, sem samanstendur af Donetsk og Luhansk, úr höndum Rússa?

Þessari spurningu varpaði lesandi vefs Sky News fram og til svara var hernaðarsérfræðingurinn Sean Bell.

Hann sagði að til að hægt sé að svara þessari spurningu þurfi að líta snöggt á nýlega sögu átaka í Donbas. Könnun sem var gerð þar í mars-apríl 2014 hafi leitt í ljós að 31% íbúa vildu að héraðið segði skilið við Úkraínu en 58% vildu sjálfsstjórn innan Úkraínu.

Í apríl 2014 náðu vopnaðir aðskilnaðarsinnar, með stuðningi Rússa, stjórnarbyggingum í Donbas á sitt vald og greip úkraínski herinn þá til aðgerða gegn þeim. Rússar sendu þá herlið á vettvang og aðstoðuðu aðskilnaðarsinnana við að halda því sem þeir höfðu náð.

Ýmsum vopnahléssamningum var komið á en þeir voru rofnir jafnharðan og við tóku „frosin“ átök þar sem víglínan hreyfðist lítt.

2021 jókst mannfall Úkraínumanna mikið og rússneskar hersveitir voru á sveimi við úkraínsku landamærin. Rússar viðurkenndu Donetsk og Luhansk sem sjálfstæð ríki þann 21. febrúar 2022 og sendu herlið til héraðanna. Þremur dögum síðar réðust þeir inn í Úkraínu.

Bell benti síðan á að flestir hernaðarsérfræðingar telji að það verði mjög erfitt fyrir Úkraínumenn að frelsa allt Donbas úr klóm Rússa. Ef það tækist þá myndi ástandið á svæðinu væntanlega verða mjög óstöðugt eftir stríð í tæpan áratug. Þar muni Rússar væntanlega styðja við bakið á uppreisnarmönnum og ástandið í héraðinu verða þannig að ekki verði hægt að stjórna því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti