fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Úkraínumenn geyma vopn – Það er góð ástæða fyrir því

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. júní 2023 04:14

Úkraínskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því fer víðs fjarri að sókn Úkraínumanna gegn rússneska innrásarliðinu sé komin á fullt skrið eða að Úkraínumenn beiti nú öllum vopnum sínum og herafla. Þeir geyma á mill 70 og 80% af vopnum sínum og herafla.

Þetta sagði Jacob Kaarsbo, sérfræðingur hjá dönsku hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum sérfræðingur hjá leyniþjónustu danska hersins, í samtali við TV2.

Hann sagði að stórar úkraínskar hersveitir séu í biðstöðu. Enn hafi Úkraínumenn ekki notað bresku Challenger skriðdrekana sína og skriðdrekar frá Þýskalandi og Svíþjóð hafi heldur ekki sést í notkun á vígvellinum.

Hann sagði að það sé meðvituð taktík hjá Úkraínumönnum að geyma svona mikið af vopnum því nú einbeiti þeir sér að kanna hvar rússnesku varnarlínurnar eru veikburða. „Þegar þeir hafa fengið skýra mynd og grípa til aðgerða, þá er mikilvægt að þeir séu enn með mikið af vopnum í bakhöndinni,“ sagði hann.

Kristian Lindhardt, major og hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við TV2 að áætlun Úkraínumanna gangi út á að hrekja Rússa 15-20 km aftur á bak.

Kaarsbo tók undir þetta og sagði að markmið Úkraínumanna sé að komast alla leið að Asóvshafi. Ef þeir komist þangað geti þeir lokað flutningsleiðum Rússa í gegnum Krím og það muni gera Rússum erfitt fyrir við að flytja hersveitir, birgðir og eldsneyti. Hann sagðist telja að þetta sé ekki óraunhæf áætlun og að góðar líkur séu á að hún gangi upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast