fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Rúnar Alex: „Manni líður ekki eins og maður þurfi að spila besta leik í heimi til að eiga möguleika á að spila næsta leik“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 9. júní 2023 18:00

Rúnar Alex Rúnarsson og Bernd Leno á æfingu Arsenal. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson segist finna fyrir trausti landsliðsþjálfarans Age Hariede og það kann hann að meta. Hann ræddi við 433.is í dag.

Rúnar var lengi vel varamarkvörður fyrir Hannes Þór Halldórsson en fékk svo traustið sem aðalmarkvörður þegar Hannes hætti.

„Auðvitað gefur það mér aukið sjálfstraust og sjálfstrú að vita að þjálfarinn hefur trú á mér. Manni líður ekki eins og maður þurfi að fara inn í leik og spila besta leik í heimi til að eiga möguleika á að spila næsta leik. En það er ekkert sjálfgefið í þessu,“ segir Rúnar.

Hann bendir á að markvarðastaðan geti verið ansi snúin.

„Þetta er erfið og öðruvísi staða. Þetta er ekkert fyrir hvern sem er og ég ráðlegg ekkert mörgum að fara í þessa stöðu.“

Ítarlega er rætt við Rúnar í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
433Sport
Í gær

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Í gær

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Í gær

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
Hide picture