fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Åge Hareide bendir á það mikilvægasta fyrir komandi leiki – „Það er ein af ástæðum fyrir því að ég hélt með Íslandi á EM í Frakklandi“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. júní 2023 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, kynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp frá því hann tók við starfinu í vor. Næst á dagskrá eru leikir gegn Slóvakíu og Portúgal. Norðmaðurinn er brattur fyrir komandi verkefni.

Hareide valdi 25 manna hóp fyrir leikina. Kristian Nökkvi Hlynsson, ungur leikmaður Ajax er í hópnum, en þar einnig Willum Þór Willumsson, sem hefur ekki verið í hópnum lengi.

Birkir Bjarnason sem er leikjahæsti leikmaður í sögu Íslands snýr aftur í hópinn en það gerir Albert Guðmundsson leikmaður Genoa einnig.

„Það er alltaf erfitt að velja hóp því þú þarft að skilja einhvern eftir. Þetta er samt bara hópurinn í þessum leik svo leikmenn sem eru ekki valdir til baka geta komið til baka,“ sagði Hareide við 433.is í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í dag.

Leikurinn gegn Bosníu er 17. júní og öll einbeiting Hareide er á þeim leik.

„Slóvakía og Bosnía eru aðal keppninautir okkar um annað sætið. Við verðum að vinna þessi lið á heimavelli. Það er engin krísa ef við gerum jafntefli við Slóvakíu á heimavelli en þá þurfum við sigur úti.

Ég hef ekkert hugsað út í Portúgal. Hugur minn er á leiknum gegn Slóvakíu. Ég tel samt að þetta sé besti tíminn til að mæta Portúgal. Þeir eru búnir með sitt tímabil og við erum á heimavelli.“

Hareide bendir á hversu mikilvægt er að fá íslensku þjóðina á bak við landsliðið í leikjunum hér heima.

„Það er ein af ástæðum fyrir því að ég hélt með Íslandi á EM í Frakklandi. Fólkið á bak við liðið. Ef við fáum gott andrúmsloft hér á Laugardalsvelli verður erfitt að mæta okkur hér.“

Ítarlegt viðtal við Hareide má nálgast í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

PSG franskur meistari eftir tap Monaco

PSG franskur meistari eftir tap Monaco
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
Hide picture