fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Þórey ósátt – Móðir hennar fékk ekki lyfið sem hefði getað hægt á sjúkdómnum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. júní 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég verð oft svo sár og reið þegar ég hugsa til alls þess sem mamma hefði getað gert núna ef hún hefði fengið að prófa Tysa­bri!“ segir Þórey Bjarnadóttir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Móðir Þóreyjar er með MS-sjúkdóminn sem rænir hana nær öllum lífsgæðum. Segir Þórey góðan möguleika á því að Tysabri-lyfið hefði getað hægt mjög á framgangi sjúkdómsins en taugalæknar á Landspítalanum  lögðust gegn notkun hennar á því:

„Tauga­lækn­ir­inn henn­ar, Sverr­ir Berg­mann, lagði mikla áherslu á að hún fengi þetta lyf fyr­ir 20 árum. Svör tauga­lækn­anna á Land­spít­al­an­um voru þau að lyfið væri of dýrt, mamma of göm­ul (45 ára) og ein­hverj­ar lík­ur væru á of­næmisviðbrögðum, m.a. heila­bólgu. En hverju hafði mamma að tapa? Engu – en allt að vinna ef lyfið hentaði henni! Ég veit að Tysa­bri hent­ar ekki öll­um, en mamma fékk ekki einu sinni tæki­færi á að prófa hvort þetta væri eitt­hvað fyr­ir hana held­ur fær hún ný lyf eft­ir því sem sjúk­dóm­ur­inn geng­ur lengra með til­heyr­andi auka­verk­un­um,“ skrifar Þórey.

Hún bendir á að mikill kostnaður skapist við framgöngu MS-sjúkdómsins í lyfjakaupum og kaupum á hjálpartækjum ef sjúklingur fær ekki lyfið Tysabri. Þó lyfið sé dýrt þá hægir það svo mikið á sjúkdómnum að það gerir kaup á ýmsum öðrum lyfjum og tækjum óþörf.

„…þanng að á endanum er ódýrara að gefa sjúk­ling­um hið kostnaðarsama lyf sem hæg­ir á fram­göngu sjúk­dóms­ins og ein­stak­ling­ur­inn því virk­ari í sam­fé­lag­inu. Er það ekki það sem við vilj­um; virka ein­stak­linga í sam­fé­lag­inu sem geta lagt eitt­hvað til? Sem geta lifað líf­inu eins og aðrir?“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“