fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Sendi eiginmanni ástkonunnar myndskeið af sér og henni í samförum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 5. júní 2023 18:30

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn föstudag var maður sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot í nánu sambandi og kynferðisbrot. Hann var meðal annars sakaður um að dreifa kynferðislegu myndefni af kærustu sinni auk þess að beita hana öðru ofbeldi og hótunum.

Um er að ræða fimm ákæruliði og í þeim fyrsta var maðurinn sakaður um að hafa í að minnsta kosti þrjú skipti á árinu 2019 tekið upp og vistað á síma sinn tvö myndskeið og eina ljósmynd af konunni í samförum með honum, án samþykkis og vitneskju hennar.

Í öðru lagi var hinn ákærði sakaður um að hafa sent eiginmanni konunnar myndskeið af henni og sér í samförum í gegnum WhatsApp, án samþykkis konunnar.

Í þriðju ákærulið segir að maðurinn hafi hótað að dreifa 58 kynferðislegum myndskeiðum af konunni.

Í fjórða ákærulið eru manninum gefið að sök líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi gegn konunni sem er útlistað svo: „Með því að hafa mánudaginn 6. júlí 2020, í svefnherbergi ákærða á heimili hans að […], veist að Y, klipið hana í kynfærasvæði, tekið um höfuð hennar og í tvígang slegið því í gluggakistu og slegið hana á báðar rasskinnar, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut þreifieymsli á kynfærasvæði, aftan á höfði og á báðum rasskinnum.“

Í fimmta lagi var maðurinn ákærður fyrir að hafa sent konunni ítrekað hljóðskilaboð þar sem hann svívirti hana og hótaði henni því að eyðileggja líf hennar.

Maðurinn játaði brot sín skýlaust og var það virt honum til refsilækkunar. Hins vegar er horft til þess að brotin eru alvarleg og hann hefði ógnað heilsu og velferð konunnar.

Var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið.

Dóminn má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“