fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Tuchel tók upp tólið og hringdi í Rice – „Kannski um peninga“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. maí 2023 16:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel þjálfari FC Bayern tók upp tólið og spjallaði við Declan Rice miðjumann West Ham. Enski miðjumaðurinn er til sölu í sumar og Bayern hefur áhuga.

Arsenal, Manchester United og fleiri lið vilja fá Rice en West Ham vill fá um 100 milljónir punda fyrir kauða.

„Tuchel hringdi í hann, ég veit ekki hvað þeir ræddu. Kannski um peninga eða um það sem hægt er að eiga von á hjá Bayern,“ sagði Uli Kohler fréttamaður hjá Sky Sports í Þýskalandi.

„Bayern vill fá hann, þeir verða að styrkja miðsvæðið sitt en þeir vita af áhuga annara liða.“

„Bayern hefur efni á þessu, en þeir vilja borga undir 100 milljónir evra. Þeir vilja fá hann en þurfa samt að passa fjármálin.“

Arsenal er talið leiða kapphlaupið um Rice en búist er við að eitthvað gerist í málunum á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar