fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

U-beygja Óla Stefáns á Hornafirði: Hættur í leyfi en segir – „Pistli sem ber nafnið „Að bugast“ finnst mér að eigi að taka alvarlega“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. maí 2023 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Stefán Flóventsson ætlar að halda áfram sem þjálfari Sindra en hann fór í leyfi í síðustu viku og var verulega óhress með aðstæður á Hornafirði.

Óli gagnrýndi bæjaryfirvöld fyrir aðstöðu í bæjarfélaginu. „Ég vil byrja á því að þakka fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum mikla erfiðleika síðustu vikuna . Mér hafa borist ótrúlegar kveðjur úr öllum áttum sem hafa styrkt mig mikið. Í gegnum lífsins storm sér maður ótrúlega vel hverjir eru sannir í kringum manneskjuna sem stendur í miðju stormsins. Að finna vanmátt og upplifa andlega þreytu getur tekið á. Ég hef sem betur fer mikinn stuðning úr nærumhverfinu og ég hef frábær andleg verkfæri í höndunum sem ég kann að nota til að stilla mig af. Að stíga eitt skref til baka, ná hugarró og einbeita mér svo að því sem ég sjálfur get stórnað hefur hjálpað mér mikið síðustu daga,“ skrifar Óli.

Meira:
Óli Stefán dregur upp mjög svarta mynd af ástandinu á Hornafirði: Er að bugast – „Það sem í bréfinu stóð þá féllust mér algjörlega hendur“

Óli Stefán stýrði Sindra ekki um helgina en verður mættur í slaginn þegar Dalvík/Reynir heimsækir liðið um komandi helgi. „Að vera þjálfari er mjög krefjandi starf, sérstaklega þegar vinnan er aðal áhugamálið líka. Að setja skýr mörk er svo mikilvægt því annars er allur tími farinn í vinnuna, frá því að augu opnast á morgnana og þangað til þau lokast á kvöldin. Síðustu dagar hafa meðal annars farið í að skoða þessi mörk betur. Það mikilvægasta sem ég tók úr námi mínu í þjálfarafræðum í Noregi snérist ekki um tækni eða leikfræði, heldur var það fræðslan um manneskjuna á bak við þjálfarann og hversu mikilvægt er að gefa sér tíma í að rækta þá manneskju. Í starfi þjálfara liggja mikil tækifæri sem hægt er að nýta í að gera eitthvað sérstakt. Heilsueflandi hópavinna, sem er sterkasta verkfæri forvarna, er góð og gefandi vinna. Þjálfarar geta með afgerandi hætti haft sterk áhrif á ungt fólk með jákvæðri gildisþjálfun sem nær alltaf miklu dýpra en úrslit í næsta leik.“

Óli heldur því svo fram að ráðist hafi verið á hann fyrir að koma með sína skoðun á stöðu mála.  „Síðustu dagar hafa sýnt svo ekki verður um villst að það eru ekki allir sem sömu sýn og ég á mikilvægi og virði þjálfara. Að ráðast að þjálfara sem reynir með veikum hætti að lýsa mjög slæmu starfsumhverfi og andlegri þreytu sinni, ber skýr merki um það. Þjálfari sem stígur fram undir pistli sem ber nafnið „Að bugast“ finnst mér að eigi að taka alvarlega, á manneskjulegan hátt, jafnvel þó hann sé að tala um hluti sem fólk er ekki sammála um. Í mínum bókum er það alltaf manneskjan fyrst, allt annað svo. Því miður höfum við alvarlegt dæmi um þegar „allt annað“ kom á undan manneskjunni á bak við þjálfarann, sem endaði hörmulega. Hver er það sem dæmir hvað er mikið og hvað er lítið í krónum talið þegar fjárfesting í öflugu íþróttastarfi er annarsvegar? Að mínu mati þarf alltaf að skoða allar grunnforsendur, eins og hvað þarf til að fá að vera með….að fá að spreyta sig við önnur lið, úr öðrum sveitarfélögum, á jafnréttis grundvelli. Algjör grunnkrafa, eins og að hafa góðan keppnisvöll í nærumhvefinu á ekki að þurfa að þræta um og er algjörlega galið að sú sé staðan. Að skoða hvort umgjörð og innviðir svelti vegna olíu og bensínkostnaðar þarf að horfa í þegar réttar forsendur eru teknar inn í reiknisdæmið. Rök og staðreyndir eru semsagt staðir sem þarf að byrja á, ekki skoðanir byggðar á tilfinningalegu mati hvað er nógu gott og hvað ekki.“

Að lokum segir Óli frá því að hann hafi fundað með stjórn Sindra og haldi áfram. „Ég hef átt mjög gott samtal við stjórn knattspyrnudeildar og framkvæmdastjóra Sindra, sem hafa sýnt mér einstakan stuðning í gegnum þennan tíma. Við vorum sammála því að ég einbeiti mér nú að því dýrmætasta við starfið, sem er unga fólkið okkar sem vill stunda íþróttina sína. Samningur minn við Sindra rennur út í haust og þá er rétti tíminn til að skoða framtíðina.

Ég mun því halda störfum áfram frá og með deginum dag. Fókusinn fer núna algjörlega á þjálfunina og ég mun gera allt til þess að umgjörð í kringum unga fólkið okkar verði eins góð og kostur er, út frá því sem við höfum. Að lokum vil ég segja þetta. Á Höfn er heilt yfir mjög gott að búa. Hér er öflugt og gott atvinnulíf og mikið líf í kringum ferðaþjónustu allt árið um kring. En fyrst og síðast er hér ótrúlega gott og duglegt fólk sem myndar samfélag sem gott er að búa í. Með skrifum mínum var aldrei ætlun mín að gera lítið úr samfélaginu í heild og biðst ég afsökunar ef svo hefur verið. Það er alls ekki sanngjarnt að dæma heilt samfélag út frá minni skoðun á virði og mikilvægi íþrótta,“ segir Óli að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu
433Sport
Í gær

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“
433Sport
Í gær

Tekur við Real Madrid í sumar

Tekur við Real Madrid í sumar
433Sport
Í gær

Gylfi Sig semur við Kópavogsbæ

Gylfi Sig semur við Kópavogsbæ