fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Aðeins spilað 500 mínútur eftir stór félagaskipti í sumar – Vill alls ekki fara strax

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. maí 2023 17:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kalvin Phillips er ansi gleymdur hjá Manchester City en hann kom til félagsins frá Leeds síðasta sumar.

Phillips var mikilvægasti leikmaður Leeds um langt skeið og spilaði yfir 200 deildarleiki á átta árum.

Man City ákvað að kaupa enska landsliðsmanninn en hann hefur aðeins spilað 503 mínútur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Þrátt fyrir það er Phillips sáttur í Manchester og hefur ekki áhuga á að færa sig um set í sumar.

,,Ég kom hingað til að vinna bikara og spila fótbolta. Ég hef ekki gert eins mikið og ég hefði viljað á þessu tímabili,“ sagði Phillips.

,,Á næsta undirbúningstímabili þá reyni ég að mæta til leiks í besta mögulega standi og vonandi get ég spilað hlutverk eins og Ilkay Gundogan og Rodri sem eru mjög mikilvægir og fá alltaf að spila.“

,,Ég hlakka til þess að eyða fimm góðum árum hjá þessu félagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa