Manchester United og Tottenahm eru bæði byrjuð að vinna í því að geta fengið Evan Ferguson sóknarmann Brighton eftir rúmt ár. Það er Sky Sports sem segir frá.
Ferguson hefur átt góðu gengi að fagna á þessu tímabili en sóknarmaðurinn er aðeins 18 ára gamall.
Ferguson skrifaði undir samning við Brighton á dögunum sem gildir til 2028 en þar tryggir félagið sig fyrir næstu árin.
Sky Sports segir frá því að forráðamenn félagsins nagi sig í handabökin, Ferguson kom ungur að árum á reynslu til United en félagið vildi ekki semja við hann.
Ferguson sem er frá Írlandi gæti farið eftir ár en búist er við að verðmiðinn á honum verði þá í kringum 50 milljónir punda.