fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Xhaka að kveðja – Stuðningsmenn fá að vita allt fyrir lokaleikinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. maí 2023 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Granit Xhaka segir að framtíð hans verði komin á hreint fyrir lokaleik tímabilsins hjá Arsenal gegn Wolves á sunndag.

Kappinn er á förum frá Arsenal eftir sjö ár. Að öllum líkindum heldur hann til Bayer Leverkusen.

„Já. Ég tel að stuðningsmenn og ég eigum það skilið,“ segir Xhaka, spurður út í hvort stuðningsmenn fái að vita með framtíð hans fyrir leikinn gegn Wolves.

Xhaka hefur verið stórkostlegur í liði Arsenal, sem lengi vel var á toppi ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni.

„Það er vika eftir af tímabilinu í úrvalsdeildinni. Mig langar að njóta þess og það er pottþétt að þið munuð vita um framtíð mína fyrir leikinn.“

Um þrjú ár eru síðan Xhaka fór í stríð við stuðningsmenn Arsenal og fyrirliðabandið var tekið af honum. Nú hefur allt snúist við.

„Hvernig þetta hefur snúist við á síðustu þremur árum. Kannski er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem þetta gerist. Ég er stoltur af því og þetta gerir mig glaðan. Þetta er sagan mín, mín vegferð.

Ég er þakklátur fyrir það hvernig stuðningsmenn hafa komið fram við mig eftir þetta. Ég bjóst ekki við því ef ég á að vera hreinskilinn. Vonandi get ég gefið þeim eitthvað til baka í hugsanlega mínum síðasta leik á sunnudag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Í gær

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Í gær

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“