fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Flugvélin lenti um miðja nótt – Varpar nýju ljósi á frásögn yfirvalda um afstöðu þeirra til stríðsins í Úkraínu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. maí 2023 04:15

Cyril Ramaphosa forseti Suður-Afríku. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt 24. apríl vöknuðu nágrannar Air Force Base Waterkloof, sem er sunnan við Pretoriu, sem er ein af þremur höfuðborgum Suður-Afríku, upp við mikinn hávaða þegar rússnesk Ilyushin II-76 flutningaflugvél lenti þar. Þessi lending bætt enn frekar í þá pólitísku krísu sem nú einkennir samband Suður-Afríku og Bandaríkjanna.

Bandaríski sendiherrann í Suður-Afríku hefur opinberlega sakað Suður-Afríku, sem er stórveldi álfunnar, um að útvega Rússum vopn til að nota í stríðinu gegn Úkraínu. Þessu vísa suðurafrísk stjórnvöld á bug og fullyrða að landið, eins og önnur Afríkuríki, sé hlutlaust hvað varðar stríðið í Úkraínu. Afríkuríkin vilja ekki lenda í pólitískri klemmu á milli Rússlands og Bandaríkjanna.

En efasemdir Bandaríkjamanna fengu byr undir báða vængi í síðustu viku þegar Lawrence Mbatha, yfirmaður suðurafríska hersins, fór til Moskvu til að funda með starfsbræðrum sínum þar. Rússneskir fjölmiðlar segja að þeir hafi rætt um hernaðarsamvinnu og að samið hafi verið um aukna samvinnu á ýmsum sviðum. Þessi aukna samvinna kemur í kjölfar stórrar flotaæfingar fyrr á árinum sem Kínverjar, Rússar og Suður-Afríkumenn héldu í sameiningu.

Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, kynnti í síðustu viku fyrirhugaðar aðgerðir Afríkuríkja til að reyna að miðla málum á milli Rússa og Úkraínumanna. Hann sagði að bæði Vladímír Pútin og Volodymyr Zelenskyy séu jákvæðir í garð þess að ganga til viðræðna.

En fyrrnefnd ferð rússnesku flutningavélarinnar til Suður-Afríku og ferð Mbatha til Moskvu gera fátt annað en að styrkja Bandaríkjamenn í þeirri trú sinni að Suður-Afríka sé eitt nánasta bandalagsríki Rússa í Afríku. Þetta ýtir undir grunsemdir um að eitt og annað fari fram í skjóli myrkurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“
Fréttir
Í gær

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“