Frank Lampard, stjóri Chelsea, reyndi að fá Erling Haaland í raðir félagsins er hann spilaði með Dortmund í Þýskalandi.
Haaland er líklega besti framherji heims í dag en hann hefur skorað 52 mörk í öllum keppnum á tímabilinu.
Manchester City náði að tryggja sér hans þjónustu á síðasta ári og hafði betur gegn mörgum stórliðum.
Lampard er að þjálfa Chelsea í annað sinn í dag og þá tímabundið en árið 2021 vildi hann fá Norðmanninn til liðsins.
,,Þetta er leikmaður sem ég reyndi að fá til Chelsea. Það var augljóst hversu góður hann var á þessum tímapunkti,“ sagði Lampard.
,,Ég elska að sjá leikmenn á þessum tímapunkti á ferlinum með hungrið til að verða sá besti.“
,,Það var mikil samkeppni um hann og ég held að hann hafi verið með ákveðið kaupákvæði en ég þekki ekki smáatriðin.“
,,Ég veit ekki hvort hann hefði að lokum ákveðið að koma hingað en ég var mikill aðdáandi. Ég reyndi mikið að fá hann því hann var framúrskarandi.“