Chelsea er að kaupa Kendry Paez, ungan leikmann frá Ekvador á 20 milljónir punda. Ensk blöð segja frá.
Sagt er að Manchester United hafi viljað fá Paez en undrabarnið á að hafa valið Chelsea.
Sagt er í fréttum að Chelsea borgi Independiente del Valle 20 milljónir punda fyrir þennan 16 ára dreng.
Hann hefur spilað með aðalliði Independiente del Valle þrátt fyrir ungan aldur.
Chelsea samdi um kaupverðið fyrir nokkru síðan en Todd Boehly eigandi Chelsea virðist ekki feimin við það að rífa upp heftið þegar þess þarf.