Það eru miklar líkur á að David De Gea verði áfram hjá Manchester United. Þetta segir hinn afar vel tengdi Fabrizio Romano.
Samningur De Gea við United er að renna út. Hann getur því farið frítt í sumar eftir 12 ár hjá félaginu ef hann skrifar ekki undir nýjan.
Spænski markvörðurinn er launahæsti leikmaður United með 375 þúsund pund á viku. Ljóst er að laun hans munu lækka töluvert ef hann skrifar undir nýjan samning.
„Manchester United vill lækka laun hans en aftur á móti gæti hann fengið lengri samning. Svona eru viðræðurnar en þær eru komnar langt á veg,“ segir Romano.
Að sögn Romano vilja báðir aðilar halda samstarfinu áfram.
„De Gea vill vera áfram hjá United og félagið vill halda honum.
Erik ten Hag hefur verið mjög skýr, hann vill halda De Gea. Þetta snýst um smáatriði og verður klárað fljótlega.“