Liverpool hefur staðfest að fjórir leikmenn séu á förum frá félaginu í sumar þegar samningar þeirra renna út.
Um er að ræða þá James Milner, Roberto Firmino, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita.
Allir hafa þeir verið hluti af frábæru liði Liverpool undanfarin ár undir stjórn Jurgen Klopp. Unnu þeir til að mynda allir Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina ári síðar.
Nú er hins vegar komið að leiðarlokum og halda þeir annað.
Talið er líklegast að Milner sé á leið til Brighton en óljósara er hvað verður um hina.
We can confirm Roberto Firmino, Naby Keita, James Milner and Alex Oxlade-Chamberlain will leave the club upon the expiry of their contracts this summer.
Special acknowledgements will be paid to the quartet at Anfield, with further tributes to follow at the end of the season.
— Liverpool FC (@LFC) May 17, 2023