fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Inter eigi miklu meiri séns í City eða Real Madrid en nágrannar sínir

433
Þriðjudaginn 16. maí 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan er komin á fulla ferð á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson sjá um þáttinn og fá þeir til sín góða gesti alla föstudaga. Í síðasta þætti voru þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson úr hlaðvarpinu Steve Dagskrá gestir.

Fyrri leikirnir í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu fóru fram í síðustu viku og eru seinni leikirnir spilaðir í þessari. Í öðrum þeirra mætast nágrannaliðin AC Milan og Inter. Síðarnefnda liðið vann fyrri leikinn 2-0 og er með sterka stöðu fyrir seinni leikinn, sem fer einmitt fram í kvöld.

„Ég er mjög ánægður með úrslitin því ég held að Inter eigi miklu meiri séns en AC Milan í úrslitum,“ sagði Andri.

Vilhjálmur tók til máls. „Inter er búið að tapa fullt af leikjum í deildinni á tímabilinu en það hefur ekkert að segja í þessu. Þeir setja bara upp í einn leik og reyna að vinna 1-0.“

Inter er ekki stjörnum prýtt lið þó svo að það sé komið með annan fótinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

„Það er ótrúlegt að horfa á byrjunarliðið þarna. Þú ert með Mkhitaryan, Edin Dzeko, Matteo Darmian. Það er af sem áður var,“ sagði Andri.

Umræðan um Meistaradeildina í síðasta þætti er í heild hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift
Hide picture