fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Ein af vonarstjörnum Englands velur að spila fyrir Bandaríkin

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. maí 2023 18:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Folarin Balogun hefur ákveðið að spila fyrir bandaríska A-landsliðið frekar en það enska.

Hinn 21 árs gamli Balogun hefur raðað inn mörkum fyrir Rennes í frönsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Hann er þar á láni frá Arsenal.

Enska knattspyrnusambandið vonaðist til þess að Balogun myndi spila fyrir enska A-landsliðið. Hann hefur leikið fyrir yngri landsliðin þar en er fæddur í Bandaríkjunum.

Balogun hefur hins vegar tekið ákvörðun og ætlar að leika fyrir bandaríska landsliðið.

Framherjinn ungi mun snúa aftur til Arsenal í sumar. Það er þó ekki ljóst hvar hann mun spila á næstu leiktíð.

Ljóst er að eftir tímabilið sem Balogun er að eiga að hann vill spila byrjunarliðsfótbolta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Í gær

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum