fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Víðtækar netárásir hafnar á íslenskar vefsíður

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 16. maí 2023 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins hér á landi, sem settur verður í dag, var reiknað fastlega með því að gerðar yrðu árásir á íslenskar vefsíður og reynt að brjótast inn í tölvukerfi og þá sérstaklega hjá opinberum stofnunum.

Í morgun birti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, grein á Vísi þar sem hún m.a. minnir á það sé  ekki síst á ábyrgð hvers og eins að verjast netárásum með því að umgangast óvenjulegar tölvupóstsendingar með varúð. Hún segir að vegna fundarins sé enn mikilvægara en áður að vera á varðbergi.

Spárnar um netárásir hafa ræst nú þegar. Til að mynda liggur vefur Alþingis niðri og RÚV greinir frá því að á þinginu sé netlaust með öllu og símkerfið óvirkt. Í samtali við Vísi segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustóra, að það sé til skoðunar hvers vegna svo sé.

Vefur stjórnarráðsins lá einnig niðri um tíma, varð virkur aftur en virðist nú orðinn óvirkur á ný.

Í samtali við mbl.is segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS að verið sé að vinna að því að fá staðfestingu á því hvað sé í gangi. Það séu árásir yfirstandandi á mismundandi aðila hér á landi og óvíst enn um hvers konar árásir sé nákvæmlega að ræða. Að auki segir í frétt mbl.is að erfiðlega gangi að komast inn á vefi Dómsstólasýslunnar og Umhverfisstofnunnar.

Uppfært kl. 10:52

Í samtali við RÚV segir Guðmundur Arnar að svo sem virðist sem að „íslenska stjórnsýslan sé í sigtinu.“ Vísbendingar séu uppi um að rússneskir hópar standi að baki árásunum.

Vefur Dómstólasýslunnar er aftur orðinn virkur sem og vefur Stjórnarráðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar