fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Haaland gerir 350 milljóna króna samning við tískufatarisa

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. maí 2023 13:19

Erling Braut Haaland. Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt enskum miðlum hefur knattspyrnumaðurinn Erling Braut Haaland skrifað undir risasamning við tískufatarisann Dolce & Gabbana.

Talið er að samningurinn sé 2 milljóna punda virði. Það jafngildir tæpum 350 milljónum íslenskra króna.

Um er að ræða fyrsta samning sem Haaland gerir við tískuvöruframleiðanda.

Haaland hefur áður verið í fötum frá Dolce & Gabbana í færslum á Instagram og virðist hann nú hafa samið við fyrirtækið.

Haaland er að eiga ótrúlegt tímabil með Manchester City. Hann hefur skorað 51 mark í öllum keppnum, sem er það mesta í sögunni hjá leikmanni í liði í ensku úrvalsdeildinni.

Þá gæti norski framherjinn farið í sögubækurnar með liði sínu einnig. City á enn fínan möguleika á að vinna þrennuna eftirsóttu, deild, bikar og Meistaradeild Evrópu.

City er svo gott sem búið að vinna kapphlaupið við Arsenal um Englandsmeistaratitilinn. Þá er liðið komið í úrslitaleik enska bikarsins þar sem andstæðingurinn verður Manchester United.

Loks mætir City stórliði Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Seinni leikurinn fer fram á Englandi á miðvikudag. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Madríd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kyle Walker á leið í annað lið á Englandi

Kyle Walker á leið í annað lið á Englandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Í gær

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Í gær

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun