fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Svarar vangaveltum sem margir hafa um hugsanlega endurkomu Messi – „Aldrei vandamál þegar kemur að besta leikmanni heims“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. maí 2023 12:00

Lionel Messi ásamt David Beckham og Marco Verratti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru blikur á lofti um að Lionel Messi gæti snúið aftur til Barcelona í sumar.

Samningur hins 35 ára gamla Messi við Paris Saint-Germain rennur út í sumar og það er komið á hreint að argentíski heimsmeistarinn fer frá borg ástarinnar.

Messi hefur hvað helst verið orðaður við Al Hilal í Sádi-Arabíu. Faðir hans sló hins vegar á orðróma um að samningar hefðu náðst þar á dögunum.

Þá vill Barcelona, félagið sem Messi neyddist til að yfirgefa vegna fjárhagserfiðleika þess sumarið 2021, fá hann aftur. Það þarf þó að taka duglega til í bókhaldinu ef það á að ganga upp.

Því hefur verið velt upp hvort sniðugt sé fyrir Börsunga að fá Messi á þessum tímapunkti eða hvort félagið ætti að marka sér nýja stefnu. Forsetinn Joan Laporta segir hins vegar að það yrði alltaf pláss fyrir Messi í kerfi knattspyrnustjórans.

„Xavi myndi ráða því algjörlega hvar Leo spilar,“ segir Laporta.

„Það verður aldrei vandamál að finna út úr því þegar kemur að besta leikmanni heims.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allt bendir til þess að Jackson fari til Bayern

Allt bendir til þess að Jackson fari til Bayern
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum