fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Framtíð Lionel Messi: Forseti og varaforseti Barcelona tjáðu sig um helgina – Stuðningsmenn sungu nafn hans

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. maí 2023 11:00

Sjáum við Messi í búningi Barcelona á ný? GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alls óvíst hvar Lionel Messi mun spila knattspyrnu á næstu leiktíð. Ljóst er að áhugi er í Katalóníu að fá hann aftur til Barcelona.

Samningur hins 35 ára gamla Messi við Paris Saint-Germain rennur út í sumar og það er komið á hreint að argentíski heimsmeistarinn fer frá borg ástarinnar.

Það er þó það eina sem er komið á hreint. Messi hefur hvað helst verið orðaður við Al Hilal í Sádi-Arabíu. Faðir hans sló hins vegar á orðróma um að samningar hefðu náðst þar á dögunum.

Þá vill Barcelona, félagið sem Messi neyddist til að yfirgefa vegna fjárhagserfiðleika þess sumarið 2021, fá hann aftur. Það þarf þó að taka duglega til í bókhaldinu ef það á að ganga upp.

Forseti og varaforseti Börsunga hafa báðir tjáð sig um stöðu mála undanfarið.

„Við munum gera allt til að fá Messi aftur til Barcelona,“ sagði forsetinn Joan Laporta. „Við munum ekki bjóða klikkaðar upphæðir. Við reynum að gera hagkvæmnisáætlun og láta þetta virka þannig.“

Varaforsetinn Rafa Yuste tjáði sig þá einnig en tók ekki eins djúpt í árina. „Messi? Hann er góður vinur margra sem eru að fagna sigrinum í La Liga. Ég er viss um að hann er ánægður,“ sagði hann, en eins og flestir vita tryggði Barcelona sér Spánarmeistaratitilinn í gær.

Stuðningsmenn Barcelona sungu þá nafn Messi í fögnuði gærdagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Í gær

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Í gær

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma