Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli, hefur staðfest það að hann hafi áhuga á að næla í Christian Pulisic.
Pulisic hefur verið sterklega orðaður við Napoli undanfarnar vikur en hann er á mála hjá Chelsea og fær lítið að spila.
Napoli fagnaði sigri í Serie A á þessu tímabili og eru stjörnur liðsins orðaðar við önnur stórlið í Evrópu.
De Laurentiis er hins vegar ákveðinn í að selja engann og vill fá bandaríska landsliðsmanninn í sínar raðir.
,,Er ég viss um að við getum haldið öllum leikmönnunum á næstu leiktíð? Ekki aðeins haldið þeim heldur bætt við fleirum,“ sagði De Laurentiis.
,,Ég væri til í að vera með Bandaríkjamann í liðinu sem og japanskan leikmann. Ég vil ekki selja einn einasta leikmann.“