fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Tyrknesku kosningarnar ollu titringi á Twitter og Musk missti stjórn á sér – „Datt heilinn á þér út?“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. maí 2023 19:09

Elon Musk. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er verið að telja upp úr kössunum í tyrknesku forsetakosningunum þar sem frambjóðandinn Kemal Kilicdaroglu freistar þess að velta sitjandi forseta Recep Tayyip Erdogan úr sessi. Erdogan hefur setið tvö kjörtímabil í valdastóli og stefnir nú á hið þriðja, fyrstur manna.

Samkvæmt fyrstu tölum er Erdogan með forystu með 52% atkvæða gegn 42% síns helsta keppinautar. Það er þó til marks um þá spennu sem verið hefur í aðdraganda kosninganna að Kilicdaroglu fullyrðir að hann sé með forystuna enda komi tölurnar frá ríkismiðlum sem séu hliðhollir forsetanum. Áhugavert verður að fylgjast með hver niðurstaðan verður en líklegt verður að teljast að einhverjir eftirmálar verða.

Spennunnar hefur ekki síður verið vart á samfélagsmiðlum eins og Twitter sem hefur verið vettvangur fyrir kosningaáróður frá báðum fylkingum.

Blaðamaður Michael Yglesias birti í gær tíst þar sem að hann sakaði Elon Musk um að hafa skrúfað fyrir tiltekna umræðu um tyrknesku kosningarnar að beiðni Erdogan og stjórnar hans. Höfðu áður komið fram ásakanir um að tyrkneska stjórninn hafi hótað því að loka á Twitter í heild sinni fyrir Tyrki og það hefði þýtt tekjutap fyrir Twitter.

Óhætt er að fullyrða að Musk hafi tekið þessum ásökunum óstinnt upp en hann svaraði því einfaldlega með orðunum „Datt heilinn á þér út, Yglesias?“. Sagði auðkýfingurinn umdeildi svo að valkosturinn hafi verið sá að Twitter hreinlega myndi flæða yfir með tyrkneskum kosningaáróðri og því hafi eina leiðin í stöðunni verið sú að takmarka ákveðin tíst tímabundið.

Viðbrögð Musk og ekki síður sú staðreynd að lokað hafi verið á ákveðin tíst á Twitter varð til þess að auðkýfingurinn fékk yfir sig gusu af ásökunum um að hann væri hræsnari sem sem flaggaði áhuga sínum á tjáningafrelsinu aðeins eftir eigin hentisemi.

„Sú staðreynd að Elon Musk telur það augljóslega betra að birta aðeins það sem einræðisherra vill frekar en að birta ekki neitt segir þér allt sem þú þarft að vita um Elon Musk,“ skrifaði Christopher Orr, pistlahöfundur í New York Times.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast