fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Stjarna hitti stórstjörnuna sem hafði ekki hugmynd um hver hann væri – ,,Þambaði bjórinn með öskubakka á maganum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. maí 2023 14:11

Abbey Clancy og Peter Crouch Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Crouch, fyrrum leikmaður Tottenham og Liverpool, hefur tjáð sig um ansi skemmtilegt atvik sem átti sér stað er hann var leikmaður.

Crouch er fyrrum enskur landsliðsmaður en á hans yngri árum hitti hann brasilísku goðsögnina Ronaldo á Ibiza. í sumarfríi.

Ronaldo bað Ronaldo um að fá mynd af þeim saman en sá fyrrnefndi hafði ekki hugmynd um hvern væri að ræða.

,,Ég hitti hann einu sinni. Ég var í sumarfríi á Ibiza og ég sá hann liggjandi á ströndinni,“ sagði Crouch.

,,Hann var of upptekinn að þamba bjórflöskurnar og var með öskubakka á maganum. Í hvert skipti sem hann kláraði bjórinn var fyrirsæta mætt til að afhenda honum annan.“

,,Að fá mynd með honum, ég gat ekki neitað tækifærinu svo ég ákvað að kynna mig. Ég vonaðist eftir því að hann myndi kannast við mig en hann hafði enga hugmynd.“

,,Myndin var tekin en hann hafði ekki hugmynd um hver væri að biðja um hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum