fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Stuðningsmenn Manchester United hneykslaðir á fyrrum stjörnu liðsins fyrir ný ummæli

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 12. maí 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carlos Tevez virðist hafa pirrað hluta stuðningsmanna Manchester United með ummælum sínum á dögunum.

Tevez er fyrrum leikmaður liða á borð við Manchester City, Juventus og einmitt Manchester United. Hann lagði skóna á hilluna árið 2021.

Tevez raðaði inn mörkum fyrir United frá 2007 til 2009 áður en hann fór til Manchester City. Féll það eðlilega alls ekki vel í kramið hjá stuðningsmönnum rauða liðsins í borginni.

Á dögunum var Tevez að ræða Alejandro Garnacho, afar spennandi Argentínumann hjá United. Tevez er líka frá Argentínu.

„Garnacho er mjög góður. Til að spila fyrir Manchester United þarftu að vera það,“ sagði Tevez um hinn 18 ára gamla Garnacho, sem hefur heillað með United þrátt fyrir ungan aldur.

„Hann er að spila fyrir eitt af þremur stærstu félögum heims. Það eru Real Madrid, Manchester City og United. Það er ekki auðvelt að koma þér inn í þessa menningu. Þú þarft að vera harður.“

Ummælin um að City sé eitt af þremur stærstu félögum heims fóru vægast sagt illa í hluta stuðningsmanna United sem nú láta hann heyra það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“