fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Fagnar heimkomu Björns Bergmanns en óvíst er með hvaða hætti hún verður – „Það ríkir bjartsýni eftir þá aðgerð“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. maí 2023 08:54

© 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmaðurinn, Björn Bergmann Sigurðarson gekk í raðir ÍA undir lok félagaskiptagluggans í apríl. Óvíst er hins vegar hvenær hann getur hjálpað liðinu innan vallar.

Björn Bergmann var samningsbundinn Molde í Noregi en meiðsli hafa gert honum verulega erfitt fyrir síðustu.

„Í sjálfu sér ekki, hann fór í aðgerð í desember og er bara að byrja sína endurhæfingu. Það veit það enginn,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, í hlaðvarpsþætti 433.is um Lengjudeildina í gær.

video
play-sharp-fill

Björn sem ólst upp hjá ÍA er 32 ára gamall og hefur tekið ákvörðun um að flytja á Akranes með fjölskyldu sína.

„Það ríkir bjartsýni eftir þá aðgerð að hann geti yfirhöfuð spilað knattspyrnu aftur, við erum ekkert nær með það. Hann er að byggja sig upp og er í endurhæfingu,“ segir Jón Þór.

„Það getur enginn sagt til um það núna hvað muni gerast í því. Við vitum að hann er að flytja á Akranes með sína fjölskyldu, við erum ánægðir með að hann hafi skipt yfir í okkar félag.“

Jón segir að Björn muni alltaf hjálpa til sama hvort það sé með þekkingu sinni innan eða utan vallar. Björn var hluti af HM hópi Íslands árið 2018.

„Hann vill hjálpa til í þessu verkefni, sama hvort það sé innan eða utan vallar. Það er risastór fengur í því fyrir okkur.“

Hlaðvarpsþáttinn má heyra í heild á Spotify og í öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjö sem gætu tekið við starfi Ólafs Inga í Laugardalnum – Verður Eiður Smári á blaði?

Sjö sem gætu tekið við starfi Ólafs Inga í Laugardalnum – Verður Eiður Smári á blaði?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Klopp tjáir sig um harmleikinn í kringum Diogo Jota í sumar – „Ég sat þarna án þess að segja orð“

Klopp tjáir sig um harmleikinn í kringum Diogo Jota í sumar – „Ég sat þarna án þess að segja orð“
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki gæti spilað gegn Dortmund í Meistaradeildinni

Viktor Bjarki gæti spilað gegn Dortmund í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
Hide picture