fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Fyrirliði Tottenham getur þrefaldað laun sín í Sádí Arabíu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. maí 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugo Lloris fyrirliði Tottenham er á förum frá félaginu í sumar þegar samningur hans er á enda. The Times segir að hann sé með tilboð frá Sádí Arabíu.

Lloris hefur verið í ellefu ár hjá Tottenham og virðist samstarf hans við Tottenham á enda.

Sagt er að Lloris sem er fyrrum landsliðsmarkvörður Frakklands geti þrefaldað laun sín með því að fara til Sádí.

Lloris er með 17 milljónir á viku hjá Tottenham en getur nú þrefaldað launin á lokastigum ferilsins.

Sádí Arabía er að setja allt í botn í fótboltanum eftir að Cristiano Ronaldo mætti í janúar en Lionel Messi og Sergio Busquets eru með tilboð frá liðum þar í landi núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina