fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Lúðvík ómyrkur í máli er hann ræddi stóru ákvörðun gærdagsins í Garðabænum – Jökull hafi stýrt öllu á bak við tjöldin og átt að fá að taka pokann sinn einnig

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. maí 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór ekki framhjá mörgum að Ágúst Gylfason var látinn fara sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í gær. Jökull Elísabetarson er tekinn við, en hann var aðstoðarmaður Ágústs. Lúðvík Jónasson, fyrrum leikmaður Stjörnunnar og harður stuðningsmaður liðsins, botnar ekki í því að Jökull hafi haldið starfi og ekki fengið að fjúka með Ágústi.

Stjarnan er aðeins með 3 stig eftir fyrstu sex leikina í Bestu deildinni og ákvað stjórnin að gera breytingar í brúnni.

„Fyrst þeir voru að reka á annað borð áttu þeir að reka Jökul líka. Það vita allir sem eru í kringum fótboltann í Garðabænum að hann er að sjá um allar æfingar og stýra upplegginu og annað. Gústi kannski velur liðið en allt annað er Jökull,“ segir Lúðvík í Dr. Football í dag.

Hann gagnrýnir Helgi Hrannar Jónsson formann meistaraflokksráðs Stjörnunnar og aðra sem ráða hjá félaginu.

„Ég sé engar breytingar í vændum. Ég veit ekki á hvaða vegferð þeir eru. Ég sé ekki vegferðina.

Fyrst að þeir ætluðu að gefa honum sex leiki hefðu þeir átt að reka hann í fyrra og ná í nýjan mann eða styrkja liðið.“

Stjarnan hefur undanfarið farið þá leið að gefa ungum mönnum tækifærið í meistaraflokki. Lúðvík er hlynntur því en segir aðra leikmenn sem hafa komið inn ekki nógu góða.

„Þeir eru með unga stráka og það er vegferðin. En það eru bara lélegir menn sem eru fengnir. Gummi Kristjáns er slakur og þeir leikmenn sem hafa komið eru slakir. Það eru fleiri leikmenn og það þarf ekkert að nafngreina einhverja ákveðna.“

Þá gagnrýnir Lúðvík upplegg Ágústs og Jökuls í byrjun tímabils.

„Þessir þjálfarar vita greinilega ekkert um mannskapinn sem þeir eru með. Þeir fá falleinkunn frá mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift