fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Real Madrid lætur kaupin á Bellingham ekki nægja í sumar – Endurvekja áhugann á Mbappe og telja sig eiga fínan möguleika út af þessu

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. maí 2023 09:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid ætlar ekki að láta það duga að fá Jude Bellingham til liðs við sig í sumar ef marka má nýjustu fréttir. Telegraph segir félagið einnig vera á eftir Kylian Mbappe á ný.

Það er útlit fyrir það að hinn 19 ára gamli Bellingham gangi í raðir Real Madrid í sumar frá Borussia Dortmund.

Miðjumaðurinn hefur verið einn eftirsóttasti leikmaður heims lengi og var orðaður við fjölda stórliða. Real Madrid varð hins vegar fyrir valinu.

Þrátt fyrir þetta hefur spænska stórveldið endurvakið áhuga sinn á Mbappe.

Eins og frægt er hefur Real Madrid lengi verið á höttunum eftir Mbappe. Síðasta sumar bauð félagið Paris Saint-Germain 170 milljónir punda fyrir þjónustu leikmannsins.

Þá ákvað Mbappe hins vegar að vera áfram í París. Hann framlengdi þó aðeins fram á næsta sumar, með möguleika á árs framlengingu.

Það gætu orðið miklar breytingar á leikmannahópi PSG í sumar. Lionel Messi er á förum og þá gæti Neymar farið sömu leið.

Real Madrid vill nýta sér stöðuna og reyna að fá Mbappe á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar