fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Arsenal að semja við tvo lykilmenn – Viðræður við annan standa yfir

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. maí 2023 08:39

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er við það að endursemja við tvo af sínum lykilleikmönnum.

Annar af þeim er Bukayo Saka, líklega skærasta stjarna liðsins.

Samningur hans á að renna út eftir ár svo þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal.

Nýr samningur Saka mun gilda til 2028. Hann samþykkti samninginn fyrir tveimur mánuðum en það átti aðeins eftir að ganga frá smáatriðum.

Fyrr í haust var talað um að laun Saka myndu hækka úr 70 þúsund pundum í viku í 300 þúsund pund.

Þá er markvörðurinn Aaron Ramsdale einnig að skrifa undir nýjan samning.

Kappinn gekk í raðir Arsenal fyrir tæpum tveimur árum og hefur staðið sig frábærlega.

Það má einnig búast við að hann fái væna launahækkun, en hann er með um 60 þúsund pund á viku.

Arsenal er þá í viðræðum við William Saliba um nýjan samning einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar