fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Arsenal gæti keypt Rice og fengið hátt í milljarð í sinn vasa þegar West Ham sækir arftaka hans

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. maí 2023 20:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Ham er farið að leita að eftirmanni Declan Rice, sem fer að öllum líkindum frá félaginu í sumar.

Fyrirliðinn hefur verið stórkostlegur fyrir liðið undanfarin ár en nú er útlit fyrir að stærra félag kaupi hann í sumar.

Arsenal er talið leiða kapphlaupið um hinn 24 ára gamla Rice en ljóst er að fleiri félög hafa áhuga.

Talið er að West Ham vilji um 120 milljónir punda fyrir Rice.

Matteo Guendouzi

Nú leitar Hamrarnir að eftirmanni Rice á miðjunni. Er þar Matteo Guendouzi á blaði. Hann er sem stendur hjá Marseille og hefur átt mjög gott tímabil.

Guendouzi var áður á mála hjá Arsenal og er því með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.

Hann fór endanlega frá Arsenal til Marseille síðasta sumar eftir að hafa verið hjá franska liðinu á láni.

Arsenal og Marseille sömdu þannig að fyrrnefnda félagið fengi um 15 prósent af upphæðinni sem Marseille selur Guendouzi á í framtíðinni.

Marseille vill fá um 35 milljónir punda og gæti Arsenal því fengið um 5 milljónir punda af þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann