fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Mikill metnaður á Villa Park – Leikmaður Real Madrid fyrstu kaup sumarsins?

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. maí 2023 17:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aston Villa hefur augastað á Marco Asensio fyrir sumarið. Nokkrir miðlar segja frá þessu.

Samningur hins 27 ára gamla Asensio við Real Madrid er að renna út. Helst vill hann gera nýjan samning í spænsku höfuðborginni en það er ekki víst að það takist.

Mikill metnaður er á Villa Park þessa dagana. Unai Emery hefur snúið gengi liðsins við frá því hann tók við því í haust og er Villa í baráttu um Evrópusætin í ensku úrvalsdeildinni.

Félagið ætlar því að bæta við sig stórum nöfnum í sumar og er Asensio á blaði.

Mateu Alemany, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, hefur störf hjá Villa í sumar og gæti hans fyrsta verk verið að fá Asensio til félagsins.

Þá á Emery gott samband við Jorge Mendes, umboðsann Asensio.

Asensio hefur komið við sögu í 46 leikjum Real Madrid á þessari leiktíð. Hefur hann skorað átta mörk og lagt upp sex.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona